Þann 1. júlí síðastliðinn var Menningarfélagið Berg ses. stofnað en félaginu er ætlað að sjá um rekstur Bergs menningarhúss en bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar ákvað að mynda sjálfseignarstofnun í kringum hann.
Í skipulagsskrá félagsins kemur fram að tilgangur Menningarfélagsins Bergs ses. er að skapa umgjörð utan um hverskonar menningarstarfsemi,
sérstaklega listsýningar, tónleika, ráðstefnur og menningartengda ferðaþjónustu í Menningarhúsinu Bergi.
Stjórn Menningarfélagsins Bergs ses. skipa, Anna Baldvina Jóhannesdóttir, Helga Bryndís Magnúsdóttir og Svanfríður Jónasdóttir f. hönd Dalvíkurbyggðar og í varastjórn eru Haraldur Ingi Haraldsson og Ingibjörg Kristinsdóttir.
Framkvæmdastjóri er Margrét Víkingsdóttir.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir