Margt býr í berginu!

Menningarhúsið Berg er nú óðum að taka á sig mynd og verður það formlega vígt 5. ágúst 2009. Húsið er gjöf Sparisjóðs Svarfdæla til íbúa sveitarfélagsins.
Sjálfseignarstofnun (ses) verður mynduð um rekstur og starfsemi og verður Menningarfélagið Berg ses. stofnað í því skyni. Tilgangur Menningarfélagsins Bergs verður að skapa í húsinu umgjörð um hvers konar menningarstarfsemi, einkum listsýningar, tónleika, ráðstefnur og menningartengda ferðaþjónustu.


Það er mikilvægt að í kringum starfsemi Bergs myndist öflugur hópur sem lætur málefni þess sig varða sérstaklega og að boðið verði uppá dagskrá sem hefur breiða skírskotun.


Ef þú, þitt fyrirtæki/stofnun eða félagasamtök hafa áhuga á að gerast stofnaðili og fá um leið rétt til að taka beinan þátt í því spennandi uppbyggingarstarfi sem er hér á heimasíðunni að finna drög að skipulagsskrá fyrir Menningarfélagið Berg sem og viljayfirlýsingu fyrir stofnaðila

Mögulegir stofnaðilar eru beðnir að skila inn viljayfirlýsingunni, fyrir 8. júní nk.


Ef spurningar vakna þá hafið samband við Margréti Víkingsdóttur, upplýsinga- og menningarfulltrúa Dalvíkurbyggðar í síma 460 4908/ 861 4908 eða á netfangið margretv@dalvik.is  

Fyrir hönd menningarráðs Dalvíkurbyggðar
Hildur Ösp Gylfadóttir
Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs

Athugasemdir