Ljósmyndasýning í Bergi

Ljósmyndasýning í Bergi

Næstkomandi fimmtudag 3. nóv.verður opnuð ljósmyndasýning á vegum Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Þar er til mikið magn mynda, sem vert er að vekja athygli á. Hluti þeirra mynda er komin frá Jónasi Hallgrímssyni, sem bæði tók mikið af myndum og safnaði myndum.  Myndirnar á þessari sýningu voru flestar teknar upp úr miðri síðustu öld og eru af fólki sem þá bjó hér í Dalvíkurbyggð. 
Einnig verða myndir látnar rúlla á tjaldi. Það eru myndir sem koma úr fórum Hartmanns Eymundssonar ljósmyndara, en Héraðsskjalasafnið á filmur úr safni hans.
Ath: sýningin stendur aðeins í 3 vikur, eða fram að til 24. nóv.
Að sýningu lokinni gefst fólki kostur á að kaupa myndirnar, sem sýndar verða.

Athugasemdir