Listsýning í Bergi

Listsýning í Bergi

Þriðjudaginn 24. maí opnaði skemmtileg sýning í Bergi menningarhúsi á Dalvík. Sýningin er tvískipt. Annars vegar sýna þar leikskólar sveitarfélagsins hluta af vetrarstarfi sínu og er margt fróðlegt og skemmtileg að sjá þar. Hinn hluti sýningarinnar er afrakstur listasmiðju sem var hluti af Barnamenningahátíðinni Glaumur og gleði sköpunarinnar og byrjaði um síðastliðna helgi í Dalvíkurbyggð. Listasmiðjan var þannig uppsett að börnin máttu koma og búa til listaverk úr ýmsum efniviði sem safnað hafði verið saman. Markmiðið var að gera sjálfsmyndir. Ýmsar skemmtilegar fígúrur fæddust þessa daga og þær er nú hægt að sjá í Bergi en sýningin stendur fram á sunnudaginn 29. maí og eru allir velkomnir.

Athugasemdir