Kynning gönguviku í Dalvíkurbyggð 25. júní

Kynning árlegrar gönguviku í Dalvíkurbyggð, “Tröllaskagi 2010 - Gönguvika í Dalvíkurbyggð”, markar upphaf hennar, en fyrsti göngudagur er næstkomandi laugardagur. Kynningin fer fram í menningarhúsinu Bergi, föstudaginn 25. júní,  kl. 12:00.

Leiðsögumenn segja frá þeim leiðum sem fyrirhugað er að ganga  í máli og myndum. Einnig munu þeir fara yfir hvernig búnað er gott að hafa með sér í slíkar gönguferðir.

Í boði verða tvær ferðir á dag, ein létt fjölskylduferð og önnur þyngri. Gönguleiðirnar eru valdar með það í huga að flestir ættu að finna sér ferð við hæfi, og fólk getur valið að fara bara eina ferð upp í að fara þær allar.


Handverksmarkaður verður einnig í anddyri Bergs föstudaginn 25. júní kl. 11:30— 16:00.
Boðið verður uppá vandað íslenskt handverk úr byggðarlaginu.


Um helgina verður sett upp handverkssýning í anddyri Bergs. Sýningin mun standa í 4 vikur.

Athugasemdir