Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur í Bergi laugardaginn 1. maí

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur heimsækir Dalvíkinga

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur mun syngja baráttu og bjartsýnisljóð á tónleikum sínum  í Bergi laugardaginn 1. maí kl. 16.00.

Aðgangseyrir er 2.000 kr. Miðasala við innganginn.

Kórinn er skipaður 114 konum og stjórnandi hans er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Píanóleikari kórsins er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Einnig verður Tómas R. Einarsson, bassaleikari með í för.

Léttsveitin hefur á sínum 15 árum ferðast víða, bæði innanlands og utan, en er e.t.v. þekktust fyrir heimildamynd sem gerð var um kórinn og var að mestu tekin upp í söngferð til Ítalíu árið 2004. Myndin var bæði  sýnd í kvikmyndahúsum og í sjónvarpi.

Athugasemdir