Klassík í Bergi 2011-2012

Klassík í Bergi 2011-2012

Menningarhúsið Berg á Dalvík býður upp á metnaðarfulla tónleikaröð í vetur undir nafninu Klassík í Bergi 2011-2012. Slík tónleikaröð verður framvegis fastur liður í starfsemi Bergs.

Á tónleikunum í vetur munu koma fram nokkrir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar.
Fyrstur stígur á stokk Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari, sem heldur einleikstónleika 5. nóvember. Þann 21. janúar kemur Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari fram ásamt Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara og þann 17. mars mæta til leiks þeir Kristinn Sigmundsson óperusöngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari. Tónleikarnir verða allir á laugardögum og hefjast kl. 16:00.

Tónleikasalurinn í Bergi rúmar einungis 170 manns og nálægð áheyrenda við flytjendur því eitt af einkennum hans. Til að undirstrika og nýta þennan kost salarins munu flytjendur ræða við áheyrendur á milli verka og veita þeim í gegnum það samtal innsýn í tónlistina sem þeir flytja, hver með sínum persónulega hætti.

Menningarhúsið Berg á Dalvík vill með þessari tónleikaröð veita fólki tækifæri til að njóta hluta af því besta sem íslenskt tónlistarlíf hefur upp á að bjóða, við þær kjöraðstæður sem hafa skapast með tilkomu salarins í Bergi.

Forsala áskriftarkorta sem gilda á alla tónleikana á Klassík í Bergi 2011-2012 á midi.is og í Bergi, miðaverð er 7.500.-

Forsala miða á tónleika Víkings Heiðars í Bergi í síma 460 4000 eða 861 4908. Miðaverð 3.500.

Klassík í Bergi 2011-2012
5. nóvember, laugardagur kl. 16:00                  Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikar

21. janúar, laugardagur kl. 16:00                    Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari
                                                                      Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari
17. mars, laugardagur kl. 16:00                       Kristinn Sigmundsson óperusöngvari o
                                                                      Jónas Ingimundarson píanóleikari

Athugasemdir