Karlakórinn Hreimur í Bergi 13. nóvember


Karlakórinn Hreimur er með tónleika í Bergi laugardaginn 13. nóvember kl. 15:00

Karlakórinn Hreimur var stofnaður árið 1975 og er því 35 ára um þessar mundir.
Söngmenn kórsins koma af svæðinu frá Kelduhverfi vestur að Ljósavatnsskarði.
Söngskráin spannar allt frá hefðbundnum karlakórslögum á borð við Brennið
þið vitar og Hraustir menn til dægurlaga eins og Haf blikandi haf og Víoletta.

Stjórnandi og undirleikari kórsins er Aladar Racz, auk hans skipa hljómsveit
kórsins þeir Þórarinn Illugason á bassa Erlingur Bergvinsson á gítar og
Sigurður Friðriksson á harmonikku og er hann einnig formaður kórsins.

Kórinn hefur haldið tónleika víða um land og einnig farið nokkrar ferðir
erlendis. Á komandi vori verður farið til Ungverjalands og eyru þarlendra
glödd.

Aðgangseyrir: 2.000

Athugasemdir