Íslensk þjóðlög í Bergi 30. október - Þórarinn Stefánsson píanóleikari

Íslensk þjóðlög í Bergi 30. október - Þórarinn Stefánsson píanóleikari

Tónleikar Þórarins Stefánssonar píanóleikara verða í menningarhúsinu Bergi laugardaginn 30. október kl. 15:00

Öll verkin á efnisskrá eru eftir íslensk tónskáld, unnin út frá íslenskum þjóðlögum. Efnisskráin gefur sögulegt yfirlit yfir íslenska tónlistarsögu, elstu verkin eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og þau yngstu samin árið 2009. Fjallað verður lítillega um verkin og sögulegt samhengi útskýrt.

Íslensk þjóðlög eftir

Sveinbjörn Sveinbjörnsson
Jón Leifs
Karl Ó. Runólfsson
Hallgrímur Helgason
Karólína Eiríksdóttir
Ríkarður Örn Pálsson
Tryggvi M. Baldvinsson
Oliver Kentish


Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Frón tónlistarfélag og styrktir af Menningarráði Eyþings.


Aðgangseyrir: kr. 1.000, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Efnisskrá tónleikanna

Ferilsskrá Þórarins Stefánssonar

Athugasemdir