Íbúafundur um Fiskidaginn mikla í Bergi


Fimmtudaginn 7. október mun Fiskidagurinn mikli halda íbúafund, þar sem málefni og framtíð Fiskidagsins mikla verða rædd og brot úr efni sem var tekið upp á síðastliðnum Fiskidegi sýnt. Á fundinum verða fulltrúar Dalvíkurbyggðar og viðbragðsaðila. Fundurinn hefst kl 17.00 í Bergi og eru allir íbúar Dalvíkurbyggðar hvattir til að mæta og láta ljós sitt skína. Hér er tækifæri til að ræða neikvæða og jákvæða hluti.


Athugasemdir