Þrátt fyrir veður höldum við ótrauð áfram með Barnamenningahátíð í Dalvíkurbyggð og höldum Töfrasýningu í Bergi í dag kl. 17:30, strax eftir lokahóf Tónlistarskólans. Einungis einni smiðju verður frestað um óákveðinn tíma en myndlistasmiðjunni, sem vera átti utandyra, verður frestað í bili. Aðrar smiðjur halda sér enda eru þær allar innandyra. Enn er hægt að skrá sig í sirkussmiðjuna en markmið hennar er að fá að prófa ýmislegt sem tengist sirkusvinnu - aðalmarkmiðið þó að hafa gaman og skemmta sér. Aðrar smiðjur eru opnar og hægt að koma við í þeim þegar þær eru opnar og taka þátt.
Dagskrá Barnamenningahátíðar
20. maí, föstudagur
Barnamenningarhátíðin opnar með töfrasýningu kl. 17:30 í Bergi. Hin stjórsnjalli töframaður Jón Víðis verður með töfrasýningu kl. 17:30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
21. maí - laugardagur:
· Sjálfsmynd – óhefðbundin sköpun, opin smiðja í Krækishúsinu frá kl. 13:00-16:00. Í þessari smiðju geta börnin komið og búið til sjálfsmyndir úr ýmsum efniviði sem verður á staðnum. Umsjónarmenn Emmi og Dagbjört.
· Myndlistasmiðja, opin smiðja á Kátakoti frá kl. 10:00-14:00 þar sem hægt verður að koma og mála myndir af sumrinu undir leiðsögn. Ef veðrið verður gott verður málað úti. Umsjónarmaður Vignir Hallgrímsson.
· Sirkussmiðja í íþróttamiðstöðinni. Þessi smiðja er eingöngu fyrir börn í 1. –7. bekk. Smiðjan er tvískipt og er fyrirkomulagið þannig:
Laugardagur: 1.-4. bekkur frá 12:00-14:00 og 14:00-16:00, 15 manna hópar.
Sunnudagur: 5.-7. bekkur frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00, 15 manna hópar.
Skráning á netfangið berg@dalvikurbyggd.is eða í síma 861 4908 frá og með 19. maí.
Umsjónarmenn eru bræðurnir Ívar og Viktor Hollanders.
· Lærum að brjóta Oregami, opin smiðja í Bergi frá kl. 10:00-11:00. Umsjónarmaður Jón Víðis.
· Tilraunasmiðja, opin smiðja í Bergi frá kl. 10:00-11:00. Umsjónamaður Jón Víðis
· Flugdrekasmiðja, opin smiðja í Bergi frá kl. 11:00-12:00. Lærum að gera einfalda flugdreka. Umsjónamaður Jón Víðis.
· Leyndardómar töfrabragðanna, töfrasmiðja, opin smiðja í Bergi frá kl. 11:00-12:00. Umsjónamaður Jón Víðis
22. maí sunnudagur:
· Sjálfsmynd – óhefðbundin sköpun, opin smiðja í Krækishúsinu frá kl. 13:00-16:00. Í þessari smiðju geta börnin komið og búið til sjálfsmyndir úr ýmsum efniviði sem verður á staðnum Umsjónarmenn Emmi og Dagbjört.
· Sirkussmiðja í íþróttamiðstöðinni. Þessi smiðja er eingöngu fyrir börn í 1. –7. bekk. Smiðjan er tvískipt og er fyrirkomulagið þannig:
Laugardagur: 1.-4. bekkur frá 12:00-14:00 og 14:00-16:00, 15 manna hópar.
Sunnudagur: 5.-7. bekkur frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00, 15 manna hópar.
Skráning á netfangið berg@dalvikurbyggd.is eða í síma 861 4908 frá og með 19. maí.
Umsjónarmenn eru bræðurnir Ívar og Viktor Hollanders.
20.-29. maí
Bókasafn Dalvíkurbyggðar verður með gamlar barnabækur uppi við ásamt því að sýning á gömlum leikföngum frá Leikfangasafninu verður í glerskáp í andyrinu.
24. maí, þriðjudagur
kl. 17:00 Tónar eiga töframál, lokatónleikar í þessu frábæra tónlistarverkefni sem er samstarf leikskólanna og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Allir velkomnir.
24. – 29. maí
Sýning frá leikskólum sveitarfélagsins verður opnuð 24. maí kl. 17:00 um leið og lokatónleikar Tónar eiga töframál verða haldnir.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir