Barnamenningahátíð Glaumur og gleði sköpunarinnar er samvinnuverkefni Menningarfélagsins Bergs, Grunnskóla Dalvíkurbyggðar, leikskólanna Kátakots, Krílakots og Leikbæjar og listamannanna Vignis Hallgrímssonar myndlistamanns og Emmi Tuullia Kalinen myndlistakonu.
Yfirmarkmið hátíðarinnar er umburðalyndi en í ár verður þemað Glaumur og gleði sköpunarinnar.Markmiðið er því að sýna allan okkar fjölbreytileika í gegnum sköpunarþörfina og stuðla þannig að meira umburðarlyndi í samfélaginu. Stefnt er að því að halda Barnamenningahátíð árlega og þetta er því vonandi bara sú fyrsta af mörgum.
Þátttaka í barnamenningahátíðinni verður þátttakendum að kostnaðarlausu en þannig viljum við ná að virkja sem flesta. Sköpunarþörf og sköpunargleði á að vera frjáls og óheft.,, Það syngur ekki reiður maður“ og þannig er það líka með sköpunina.
Eins og þið sjáið í dagskránni verða ýmsar smiðjur í boði fyrir börnina og vonandi finna allir eitthvað við sitt hæfi. Við viljum þó biðja ykkur um að hafa ákveðið atriði í huga:
1. Börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna
2. Börn á leikskólaaldri verða að koma í fylgd með fullorðnum
3. Í lengri smiðjum, eins og sirkussmiðju og smiðjunni í Krækishúsinu, er ágætt að hafa í huga að hafa með sér nesti ef þörf krefur.
4. Athugið að börnin séu í fatnaði sem hæfir smiðjunni sem þau ætla að vinna í
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að nýta sér þær skemmtilegu vinnusmiðjur sem í boði verða en nánari dagskrá er hér á bakhliðinni.
Sjáumst á Barnamenningahátíð!!!!!
Fyrir hönd undirbúningshóps
Margrét Víkingsdóttir
Framkvæmdastjóri Bergs menningarhúss
Dagskrá Barnamenningahátíðar
20. maí, föstudagur
Barnamenningarhátíðin opnar með töfrasýningu kl. 17:30 í Bergi. Hin stjórsnjalli töframaður Jón Víðis verður með töfrasýningu kl. 17:30. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
21. maí - laugardagur:
· Sjálfsmynd – óhefðbundin sköpun, opin smiðja í Krækishúsinu frá kl. 13:00-16:00. Í þessari smiðju geta börnin komið og búið til sjálfsmyndir úr ýmsum efniviði sem verður á staðnum. Umsjónarmenn Emmi og Dagbjört.
· Myndlistasmiðja, opin smiðja á Kátakoti frá kl. 10:00-14:00 þar sem hægt verður að koma og mála myndir af sumrinu undir leiðsögn. Ef veðrið verður gott verður málað úti. Umsjónarmaður Vignir Hallgrímsson.
· Sirkussmiðja í íþróttamiðstöðinni. Þessi smiðja er eingöngu fyrir börn í 1. –7. bekk. Smiðjan er tvískipt og er fyrirkomulagið þannig:
Laugardagur: 1.-4. bekkur frá 12:00-14:00 og 14:00-16:00, 15 manna hópar.
Sunnudagur: 5.-7. bekkur frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00, 15 manna hópar.
Skráning á netfangið berg@dalvikurbyggd.is eða í síma 861 4908 frá og með 19. maí.
Umsjónarmenn eru bræðurnir Ívar og Viktor Hollanders.
· Lærum að brjóta Oregami, opin smiðja í Bergi frá kl. 10:00-11:00. Umsjónarmaður Jón Víðis.
· Tilraunasmiðja, opin smiðja í Bergi frá kl. 10:00-11:00. Umsjónamaður Jón Víðis
· Flugdrekasmiðja, opin smiðja í Bergi frá kl. 11:00-12:00. Lærum að gera einfalda flugdreka. Umsjónamaður Jón Víðis.
· Leyndardómar töfrabragðanna, töfrasmiðja, opin smiðja í Bergi frá kl. 11:00-12:00. Umsjónamaður Jón Víðis
22. maí sunnudagur:
· Sjálfsmynd – óhefðbundin sköpun, opin smiðja í Krækishúsinu frá kl. 13:00-16:00. Í þessari smiðju geta börnin komið og búið til sjálfsmyndir úr ýmsum efniviði sem verður á staðnum Umsjónarmenn Emmi og Dagbjört.
· Sirkussmiðja í íþróttamiðstöðinni. Þessi smiðja er eingöngu fyrir börn í 1. –7. bekk. Smiðjan er tvískipt og er fyrirkomulagið þannig:
Laugardagur: 1.-4. bekkur frá 12:00-14:00 og 14:00-16:00, 15 manna hópar.
Sunnudagur: 5.-7. bekkur frá kl. 10:00-12:00 og 13:00-15:00, 15 manna hópar.
Skráning á netfangið berg@dalvikurbyggd.is eða í síma 861 4908 frá og með 19. maí.
Umsjónarmenn eru bræðurnir Ívar og Viktor Hollanders.
20.-29. maí
Bókasafn Dalvíkurbyggðar verður með gamlar barnabækur uppi við ásamt því að sýning á gömlum leikföngum frá Leikfangasafninu verður í glerskáp í andyrinu.
24. maí, þriðjudagur
kl. 17:00 Tónar eiga töframál, lokatónleikar í þessu frábæra tónlistarverkefni sem er samstarf leikskólanna og Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar. Allir velkomnir.
24. – 29. maí
Sýning frá leikskólum sveitarfélagsins verður opnuð 24. maí kl. 17:00 um leið og lokatónleikar Tónar eiga töframál verða haldnir.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir