Framkvæmdastjóri í Menningarhúsinu Bergi

Menningarfélagið Berg ses. auglýsir eftir framkvæmdastjóra fyrir Menningarhúsið Berg á Dalvík frá 1. janúar 2013.
Um er að ræða 50% stöðu. Umsóknarfrestur er til og með 29.október 2012.


Menningarhúsið Berg er staðsett í hjarta Dalvíkur. Þar er kaffihús, bókasafn og salur til ýmissa nota. Menningarfélagið Berg ses. sér um rekstur hússins og alla almenna dagskrá. Starfsemin í húsinu hefur verið fjölbreytt frá opnun þess s.s. tónleikar, bíósýningar, fundir, ráðstefnur og myndlistasýningar en náin samvinna er á milli kaffihússins, bókasafnsins og framkvæmdastjóra Bergs um dagskrá hússins. Í starfinu felst m.a. ábyrgð á rekstir og starfsemi menningarhússins í umboði Menningarfélagsins Bergs ses.


Hæfniskröfur:
• Frumkvæði og þörf fyrir að ná árangri
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
• Reynsla eða haldgóð þekking af rekstri
• Lipurð í mannlegum samskiptum

Ábyrgðarsvið:
• Ábyrgð á rekstri og starfsemi menningarhússins
• Ábyrgð á framkvæmd stefnu Menningarfélagsins Berg ses.


Helstu verkefni:
• Kynningarmál og auglýsingar
• Utanumhald um viðburði í menningarhúsi s.s. hugmyndavinnu, skipulagningu og fjárhagslega umsýslu.
• Styrkumsóknir til starfsemi menningarhúss og stuðla að samstarfi á milli aðila


Umsóknir, ásamt ferilskrá, berist til Margrét Víkingsdóttur, framkvæmdastjóra, á netfangið berg@dalvikurbyggd.is  eða í pósti á heimilisfangið: Menningarfélagið Berg ses. , Ráðhúsi Dalvíkur, 620 Dalvík


Nánari upplýsingar veitir Margréti Víkingsdóttur í síma 861 4908 eða á netfangið berg@dalvikurbyggd.is  

Fyrir hönd stjórnar Bergs
Margrét Víkingsdóttir, framkvæmdastjóri

Athugasemdir