Frábær fundur í Bergi.

Frábær fundur í Bergi.

Í síðustu viku var haldinn fundur í Bergi. Stjórn Menningarfélagsins bauð rúmlega 30 íbúum Dalvíkurbyggðar á fundinn og mættu um 20 manns. Fundurinn var haldin til að fara yfir nokkur mál í tilefni þess að á næsta ári eru 10 ár frá því starfsemi hófst í menningarhúsinu Bergi og til að fá hugmyndir um hvað íbúar vilja sjá gerast í menningarhúsinu okkar á næstu árum.

Fundurinn tókst vel, mikil virkni var hjá fundarmönnum og margar hugmyndir og tillögur litu dagsins ljós og voru skráðar af riturum hópanna. Þær verða nú teknar saman af stjórn og skoðaðar með tilliti til þess hvað má af þeim læra, hverjar þeirra má framkvæma fljótlega, hverjar þurfa nánari skoðunar við og hverjar fara á framtíðarlistann.

Af þessu tilefni má einnig benda íbúum á að alltaf er hægt að koma ábendingum og hugmyndum til framkvæmdastjóra eða stjórnarmanna og reynum við að vinna með þær eftir bestu getu.

 

 

Athugasemdir