Ferðaþjónusta í Eyjafirði - vöruþróun og framtíðarsýn

Rannsóknarmiðstöð ferðamála í samstarfið við Ferðamálastofu, Útflutningsráð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar boðar til vinnufundar á Dalvík um framtíðarsýn ferðaþjónustu í Eyjafirði og forsendur vöruþróunar.

Fundurinn er haldinn í Bergi menningarhúsi á Dalvík, föstudaginn 6. nóvember 2009 kl. 09:00-13:00


Dagskrá:
9.00: Opnunarerindi AFE
9.15: Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinnar stefnumótunar
10.00: Hlutverk ferðaþjónustu-Útflutningsráð
10.30: Hlutverk ferðaþjónustu-Ferðamálastofa
11.00: Næstu skref og umræður–skipun vinnuhópa undir stjórn NMI
12.00: Hádegisverður
13.00: Fundi slitið

Markmið vinnufundarins er að kynna aðferðafræði vöruþróunar og stefnumótunar sem byggir á landfræðilegum upplýsingakerfum og taka fyrstu skrefin í þá átt með því aðmóta vinnuhópa.

Grundvöllur vöruþróunar er  ítarleg úttekt á auðlindum og innviðum ferðaþjónustu í Eyjafirði í samvinnu við lykil hagsmunaaðila. Þessi úttekt snýr að náttúru og menningargæðum í þágu ferðaþjónustu, þjónustu innviðum, samgöngum og mannauð svæða. Þörf er á að kortleggja þessa þætti í landfræðileg upplýsingakerfi,sem gerir ferðaþjónustu kleift að tjá hagsmuni sína með tækjum skipulags og landnýtingar hér á landi. Þarf að skipuleggja vinnuhópa á hverju svæði fjarðarins og safna gögnum í grunninn og þau svo notuð í röð funda við hagsmunaðila á svæðunum til að skilgreina framtíðarsýn ferðaþjónustu. Landfræðileg upplýsingakerfi gefa einnig möguleika á að leggja saman og bera saman einstök gagnasöfn og kort og eru þannig ómetanleg þegar kemur að vöruþróun, þar sem hægt er að átta sig á hvar mest aðdráttarafl og þjónusta er fyrir hendi og hvernig það er samsett, en innig hvar vantar að skilgreina aðdráttarafl eða byggja upp þjónustu.

Fundurinn er opinn og öllum að kostnaðarlausu. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig hjá Eyrúnu ejb@unak.is fyrir föstudaginn 30. október 2009.

Athugasemdir