Tónleikar Ensemble Úngút í menningarhúsinu Bergi, sunnudaginn 12. september kl. 20:30
"Ensemble Úngút" hefur starfað saman undanfarin 4 ár og er skipað þeim Peter Arnesen og Rósu Kristínu Baldursdóttur, sem bæði eru búsett í Salzburg í Austurríki. Þau hafa reglulega fengið til liðs við sig kontrabassaleikarana Einar Sigurðsson og Harald Guðmundsson og auk þess hefur söngkonan Harpa Þorvaldsdóttir verið meðlimur hópsins undanfarin 2 ár. Á tónleikunum í Bergi verða þau þrjú, Rósa Kristín, Peter og Einar.
Efnisskrá tónleikanna samanstendur af íslenskum þjóðlögum og sönglögum í splunkunýjum/ nýstárlegum búningi Peters Arnesen jazzpíanista og tónskálds.
Geisladiskurinn songs of Iceland kom út hjá Klanglogo í Þýskalandi fyrir nokkru síðan og tríóið hefur fylgt honum eftir með tónleikahaldi víða um Evrópu. Hópurinn vinnur nú að upptöku nýrrar plötu og er hennar að vænta á næsta ári.
Tónleikarnir í Bergi verða fyrstu tónleikar Ensemble Úngút á Norðurlandi, en söngkonan Rósa Kristín Baldursdóttir bjó um langt skeið í Svarfaðardal þar sem hún starfaði sem kennari, kórstjóri og organisti, auk þess að syngja í og stjórna Tjarnarkvartettinum."
Aðgangseyrir: Kr. 2.000,-
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir