Danskur stúlknakór frá Viborg í Danmörku, Houlkær Kireks Pigekor, er nú staddur í Dalvíkurbyggð og heldur tónleika í Dalvíkurkirkju annað kvöld kl. 20:00. Þær, ásamt kórstjóra og fararstjórum snæddu hádegisverð á Kaffihúsinu Rincon Canario og óskuðu eftir því að fá að flytja nokkur lög í salnum í dag. Við í Bergi höfum gaman af óvæntum og skyndilegum uppákomum og buðum þær að sjálfsögðu velkomnar. Kórinn stígur á stokk
kl. 16:30 og flytur nokkur vel valin lög af dagskrá sem þær syngja í heild sinni annaðkvöld.
Tilvalið að koma og kíkja í Berg, fá forsmekkinn af því sem koma skal í Dalvíkurkirkju og næla sér kaffibolla og með því yfir ljúfum söng frábærra listamanna frá Danmörku.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir