,,Í fyrra sagði fjörutíu og átta ára, þriggja barna faðir mér að hann ætti sér draum um að búa til dansverk og flytja það í heimabæ sínum, Akureyri. Ármann Einarsson er 172 cm. á hæð, með óvenjulega framstæða bumbu og einstaklega föðurlegt skopskyn. Ármann hefur aldrei stundað dans en á þó Íslandsmet í þrístökki drengja sem ekki hefur verið slegið síðan 1979. Ármanni dreymir um að dansa."
Dansaðu fyrir mig ögrar væntingum og fyrirfram gefnum hugmyndum um dans. Breski danshöfundurinn Brogan Davison og tónlistar- og heimamaðurinn Ármann Einarsson munu saman leita svara við spurningunni: „Er dans fyrir alla?“
Dansaðu fyrir mig er 45 mínútna löng sýning sem lofar hlátri, einlægni en fyrst og fremst dansi.
Sýningin í Bergi verður föstudaginn 26. apríl kl. 20:00. Enginn aðgangseyrir en takmarkaður sætafjöldi. Hægt er að tryggja sér miða á sýninguna með því að senda email á: dansadufyrirmig@gmail.com.
Brogan Davison danshöfundur
Dansaðu fyrir mig er styrkt af Menningarráði Eyþings, Ungmenna-Húsinu Rósenborg og Bergi menningarhúsi.
Danshöfundur: Brogan Davison
Dansarar: Brogan Davison og Ármann Einarsson
Dramatúrgur: Pétur Ármannsson
Ljósmyndun: Finnbogi Sigurður Marrinosson
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir