Dagur tónlistarinnar 9. nóvember

Dagur tónlistarinnar 9. nóvember

Í tilefni af Degi tónlistarinnar, þriðjudaginn 9. nóvember verður haldin tónlistaruppákoma í Menningarhúsinu Bergi á Dalvík kl. 10:30. Þá munu börn fædd 2007, 2006 og 2005 á leikskólunum Krílakoti, Kátakoti og Leikbæ vera með atriði. Þau eru þátttakendur í verkefninu Tónar eiga töframál og er það Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari á Krílakoti sem hefur séð um kennsluna. 

Kaldo Kiis skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar stjórnar uppákomunni, en hann er jafnframt verkefnastjóri Tónar eiga töframál.

Öllum foreldrum, öfum og ömmum, yngri systkinum og öðrum áhugasömum er boðið að koma og gleðjast með okkur.

Haustið 2009 hóf Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar samstarfsverkefni með leikskólunum Krílakoti, Kátakoti og Leikbæ. Verkefnið felst í því að þremur elstu leikskólaárgöngunum er boðið upp á forskólakennslu í tónlist. Þuríður Sigurðardóttir leikskólakennari, var ráðin til að fara einu sinni í viku í alla leikskólana, syngja með börnunum, þjálfa þau í rytma og öðrum undirstöðuþáttum frekara tónlistarnáms. Verkefnið fékk styrki úr Sprotasjóði Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Menningar- og viðurkenningasjóði menningarráðs Dalvíkurbyggðar.

Athugasemdir