Dagskrá nóvembermánaðar í Bergi

Nóvember er runninn upp og senn styttist í jólin. Af því tilefni auglýsum við eftir þátttakendum á jólamarkaði í Bergi. Markaðir verða haldnir 2. desember, sem er fyrsti sunnudagur í aðventu, og 8. og 9. desember en þá heldur tónlistarskólinn jólatónleika sína. Áhugasamir hafi samband á netfangið berg@dalvikurbyggd.is eða í síma 861 4908.

Bókasafnið bryddar á ýmsum nýjungum í vetur.Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði mun safnið standa fyrir hádegisfyrirlestrum í Bergi og verður næsti fyrirlestur 1. nóvember. Sjá nánar hér fyrir neðan. Alla þriðjudagsmorgna frá kl. 10:00-12:00 stendur héraðsskjalasafnið fyrir vinnustofu með ljósmyndir í Bergi en verkefnið er unnið í samvinnu við félag eldri borgara. Allt áhugafólk er velkomið. Frekari upplýsingar gefa: Anna Baldvina s. 460 4935 annab@dalvikurbyggd.is  og Laufey í s. 460 4930 laufey@dalvikurbyggd.is  

Fyrstu tónleikar í tónleikaröðinni Klassík í Bergi 2012– 2013 verða 10. nóvember. Líkt og í fyrra verða þrennir tónleikar í seríunni. Í nóvember kom fram Bjarni Thor og Ástríður Alda, í janúar þau Sæunn og Sam og í mars Peter Máté. Hægt er að kaupa áskriftarkort sem og miða á staka tónleika. Verð áskriftarkorta er kr. 8.000.– en stakir miðar kosta kr. 3.500.-

Kaffihúsið er opið virka daga frá kl. 12:00-18:00 og frá kl. 14:00-17:00 um helgar.
Í boði eru léttir réttir, kaffi og kökur og ýmsar aðrar kræsingar.

Bókasafnið er opið mánudaga - föstudaga frá kl. 10:00 -17:00 og laugardaga frá kl. 14:00 -17:00.
www.dalvik.is/bokasafn

Dagskrá nóvembermánaðar

Hreindýr á Íslandi
Fimmtudaginn 1. nóvember kl. 12:15 - 13:00
Emil Björnsson leiðsögumaður með hreindýraveiðum og starfsmaður Símey fjallar um sögu hreindýra á Íslandi, vistfræði og nytjar. Allir velkomnir – enginn aðgangseyrir.

Kynning á fisktæknibraut MTR
Miðvikudaginn 7. nóvember kl. 17:00
Hefur þú unnið í fiski eða verið til sjós? Kynning á námsmöguleikum í fisktækni. Allir velkomnir!

Klassík í Bergi 2012 - 2013
Laugardaginn 10.nóvemer kl. 16:00
Bjarni Thor bassasöngvari og Ástríður Alda píanóleikari flytja hér prógrammið Læknirinn og ljósmyndarinn sem samanstendur af íslenskum sönglögum eftir Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson, auk laga sem sjaldan eða aldrei hafa verið flutt. Sala korta á alla seríu Klassík í Bergi 2012 - 2013 fer fram á midi.is og í Bergi. Miðar á staka tónleika eru seldir í Bergi, bæði í forsölu og við inngang. Kortið kostar 8.000. - en stakir miðar 3.500.-

Ylfa Mist - útgáfutónleikar
Sunnudaginn 11. nóvember kl. 20:30
Ylfa Mist, ásamt hljómsveit, flytja tónlist af splunkunýrri plötu hennar en platan ber einfaldlega nafnið Ylfa Mist. Miðaverð er 2.500 kr. en miðasala er við innganginn. Einnig er hægt að panta miða í Bergi. 
 
Lionshreyfingin berst gegn sykursýki
Miðvikudaginn 14. nóvember kl. 15:00 -17:00
Alþjóðlegi sykursýkisdagurinn er 14. nóvember. Af því tilefni býður Lionsklúbburinn Sunna í samstarfi við Heilsugæslustöðina á Dalvík, upp á ókeypis sykursýkismælingu og ráðgjöf í Bergi þann dag kl 15.00 til 17.00. Allir velkomnir.

Fyrirtækjaþing
Miðvikudaginn 14.nóvember kl. 16:30
Ert þú í ferðaþjónustu? Fyrirtækjaþing atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar verður 14. nóv.
Þema þingsins er ferðaþjónusta.

BarSvar í Bergi
Föstudaginn 16.nóvember kl. 20:30
Berg býður í BarSvar á Degi íslenskrar tungu. Þema kvöldsins er tónlist en farið verður vítt og breytt um heim íslenskrar dægurlagatónlistar. Það er hið dulafulla NFD sem sér um herlegheitin.  Um er að ræða liðakeppni þar sem 2-3 aðilar mynda lið en veitt verða verðlaun fyrir efsta sætið. Tilboð í gangi hjá Kaffihúsinu á meðan á keppni stendur.  Létt og skemmtileg keppni við allra hæfi - ekki láta þig vanta!

Athugasemdir