Dagskrá nóvembermánaðar í Bergi

3.nóvember, fimmtudagur
Sýning frá Héraðsskjalasafninu
Héraðsskjalasafn Svarfdæla opnar sýningu á myndum af fjölmörgum íbúum Dalvíkurbyggðar um miðja síðustu öld en
safnið geymir fjölda mynda frá ýmsum tímum. Forvitnileg sýning fyrir unga sem aldna. Kannski er mynd af ömmu og afa, eða kannski bara þér!!!

3. nóvember, fimmtudagur
Sushikvöld að hætti Júlla Júl á Kaffihúsinu kl. 19:00
Bjóðum upp á blandaðan sushi-disk  10 eða 14 bita. Pantanir í síma 460 4000 og
899 3049 í síðasta lagi miðvikudagskv. 2.nóv. Verið velkomin.

4. nóvember, föstudagur
Upplestur á bókasafninu kl. 16:00
Lesið upp úr skemmtilegum barnabókum fyrir áhugasama bókaorma.

5.nóvember, laugardagur
Víkingur Heiðar, tónleikar kl. 16:00
Fyrstu tónleikarnir í tónleikaröðinni Klassík í Bergi. Víkingur Heiðar píanóleikari kemur fram í fyrsta sinn í Bergi. Leikin verður fjölbreytt efnisskrá. Enn er hægt að kaupa áskriftarkort á midi.is og í Bergi. Verð 7.500.- Forsala miða á tónleika Víkings er í Bergi menningarhúsi. Verð 3.500.- Húsið opnar kl. 15:00.

11. nóvember, föstudagur
Tónleikar með lögum Bellmann kl. 20:30
Lög eftir sænska alþýðutónskáldið Carl Michael Bellman verða flutt á söngskemmtun í Bergi. Meðal fjölmargra laga Bellmann eru Gamli Nói, Svo endar hver sitt ævisvall og mörg fleiri. Það er Davíð Ólafsson bassi sem syngur lögin og með honum leika fjórir hljóðfæraleikarar. Á milli laga mun Davíð einnig segja frá skáldinu og söngvaranum Bellman og litríku lífshlaupi hans. Miðaverð 2.500, forsala miða í Bergi. Húsið opnar kl. 19:30. Kaffihúsastemmning í salnum.


15.nóvember, þriðjudagur
Blóðsykursmæling kl. 15:00-17:00
Þar sem alþjóðlegi sykursýkisdagurinn er í nóvember ár hvert hefur Lionsklúbburinn Sunna í samstarfi við starfsfólk Heilsugæslustöðvarinnar á Dalvík ákveðið að bjóða uppá á ókeypis sykursýkismælingu og ráðgjöf í Bergi þriðjudaginn 15. nóvember kl. 15.00 til 17.00. Allir velkomnir.

17. nóvember, fimmtudagur
Norræn skemmtidagskrá á Kaffihúsinu kl. 17:30
Í tilefni Norrænu bókasafnsvikunnar verður lesið upp úr tveimur norrænum bókum á Kaffihúsinu í Bergi kl. 17:30. Einnig flytja María og Eiríkur Stephensen uppáhalds norrænu lögin sín. Allir velkomnir.

18.nóvember, föstudagur
Eldfjall kl. 20:30
Vegna fjölda fyrirspurna verður kvikmyndin Eldfjall eftir Rúnar Rúnarsson sýnd aftur. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2012. Nánari upplýsingar á heimasíðu okkar og á kvikmynd.is. Miðasala við innganginn og miðaverð er 1.000.– Húsið opnar kl. 19:30.

Athugasemdir