Dagskrá mánaðarins í Bergi

Aprílmánuður hefst með páskahátíð með ýmsum uppákomum í Dalvíkurbyggð, meðal annars í fjallinu og víðar. Karlakór Dalvíkur og Matti Matt syngja í Bergi laugardaginn fyrir páskadag og Kaffihúsið í Bergi verður með sérstaka páskaopnun. Þar verður opið alla daga hátíðarinnar kl. 14:00 — 18:00. Fleira spennandi verður síðan í boði í Bergi þegar líður á mánuðinn, stórir kórar setja svip sinn á tónleikahaldið og Bubbi Morthens kemur einnig við á tónleikaferð.

3. apríl, laugardagur
Tónleikar kl. 20:30   Karlakór Dalvíkur og Matti Matt
Karlakór Dalvíkur og Matti Matt halda sína sívinsælu rokktónleika með lögum Queen og Bítlanna. Forsala miða í Húsasmiðjunni. Miðaverð kr. 3.000,-. Miðar verða einnig seldir við innganginn.


8. apríl, fimmtudagur
Sögustund á bókasafninu kl. 17:00.
Sögustund á Bókasafni Dalvíkur er á sínum stað fyrsta virka fimmtudag mánaðarins. Lesið verður úr bókum fyrir börn á öllum aldri.

17. apríl, laugardagur
Tónleikar kl. 15:00, Karlakórinn Heimir
Karlakórinn Heimir frá Skagafirði heldur tónleika í Bergi. Flutt verða valin lög úr dagskrám síðustu ára, fjölbreytt og skemmtileg söngskrá.  Einsöngvari verður Óskar Pétursson tenór, stjórnandi er Stefán R. Gíslason og Thomas R. Higgerson sér um undirleik.
Miðasala við innganginn. Miðaverð kr. 2.500,-.


20. apríl, þriðjudagur
Tónleikar kl. 20:30, Bubbi Morthens
Bubbi mætir með gítarinn sinn í Berg á tónleikaferð um landið í tilefni af 30 ára útgáfuafmæli.

Á þessu ári heldur Bubbi upp á 30 ára útgáfuafmæli sitt. Það var 17. júní árið 1980 að hann gaf út sína fyrstu plötu, Ísbjarnarblús. Þann dag urðu straumhvörf í íslenskri tónlistarsögu því þarna var stiginn fram tónlistarmaður sem hefur án efa markað ein dýpstu og merkilegustu sporin í tónlistarsögu síðustu 30 ára. Enginn hefur verið eins afkastamikill og hann, enginn hefur selt jafn margar plötur og hann og enginn hefur haldið jafn marga tónleika og hann undanfarin 30 ár.

Í tilefni þessara merku tímamóta hefur Bubbi ákveðið að fara um landið, líkt og hann hefur gert undanfarin 30 ár. Bubbi fékk úthlutað listamannalaunum í fyrsta skipti og í tilefni þess mun hann bjóða fólki á tónleika sína sem fyrirhugaðir eru í apríl og maí. Þykir Bubba við hæfi að fara frekar þessa leið heldur en að setja upp stóra tónleika í Laugardalshöllinni eða Egilshöll. Þessi ákvörðun er í rökréttu framhaldi þess að Bubbi er nú að ljúka hádegistónleikaför sinni sem hann nefndi "Rætur" en þar heimsækir hann nær alla Mennta-og Framhaldsskóla landsins í hádeginu og spilar fyrir nemendur án þess að þiggja laun fyrir. Bubbi er því í raun að þakka fyrir sig á þennan máta, annars vegar að bjóða unga fólkinu upp á hádegistónleika og nú, að fara í tónleikaferð án þess að selja inn.Tónleikaferðin hefst 15. apríl og lýkur ekki fyrr en 8. maí. Dagskráin er eftirfarandi :

Tónleikarnir hefjast kl 20:30
Húsið opnar kl 20:00
Frítt inn á tónleikana meðan húsrúm leyfir

Allar nánari upplýsingar er að finna á www.prime. is og á www.bubbi.is


24. apríl, laugardagur
Tónleikar kl. 14:00, Karlakórinn Fóstbræður
Karlakórinn Fóstbræður sækir Dalvíkina heim og efnir til tónleika í Bergi. Einsöngvari með þeim er Auður Gunnarsdóttir og undirleikari Steinunn Birna Ragnarsdóttir.


29. apríl, fimmtudagur
Vortónleikar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar, kl. 16:00 og 17:30 
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar heldur ferna vortónleika 29. apríl og 6. maí kl. 16 og kl. 17.30 báða dagana í Menningarhúsinu Bergi.
Söngnemendur og barnakórinn mun koma fram á tónleikum 11.maí kl. 19.30 í Tónlistarskólanum.


1. maí, laugardagur
Tónleikar kl. 16.00, Léttsveit Reykjavíkur
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur mun syngja baráttu og bjartsýnisljóð á tónleikum sínum  í Bergi laugardaginn 1. maí . Kórinn er skipaður 114 konum og stjórnandi hans er Jóhanna V. Þórhallsdóttir. Píanóleikari kórsins er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Einnig verður Tómas R. Einarsson, bassaleikari með í för.
Miðasala við innganginn. Miðaverð kr. 2000,-.

 

 

 

 


Athugasemdir