Dagskrá mánaðarins í Bergi

Dagskrá mánaðarins í Bergi verður borin út í hús á morgun. Íbúar eru hvattir til að geyma hana á góðum stað til að minna sig á þá viðburði sem verða á dagskránni í febrúar.

4. febrúar, fimmtudagur
Sögustund á bókasafninu kl. 17:00.
Lesið verður úr bókum fyrir börn á öllum aldri. 

5. febrúar, föstudagur
Tónar eiga töframál kl. 10:00
Í tilefni af Degi leikskólans þann 6. febrúar munu leikskólar Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar halda kynningu á samstarfsverkefni sínu Tónar eiga töframál. Kaldo Kiis stjórnar uppákomunni en leikskólabörn fædd 2004,2005 og 2006 munu flytja nokkur lög ásamt Þuríði Sigurðardóttur sem stýrir verkefninu. Foreldrar, afar og ömmur og aðrir áhugasamnir hjartanlega velkomnir.

11. febrúar, fimmtudagur
112 dagurinn kl. 16:00-18:00
Þennan dag verður sameiginleg kynning þeirra sem sinna hjálparstörfum hér í sveitarfélaginu. Þeir sem að deginum koma eru lögreglan, heilsugæslan, slökkviliðið, Rauði krossinn, Björgunarsveitin og Slysavarnardeild kvenna. Sérstök áhersla verður lögð á þekkingu í skyndihjálp.

13. febrúar, laugardagur
Barnadraumasýning, opnun kl. 14:00
Spjaldasýning Skuggsjár á draumum barna í Eyþingi opnar í menningarhúsinu Bergi á Dalvík laugardaginn 13. febrúar 2010. Sýningin er byggð á barnadraumakönnun Skuggsjár, sem fram fór á árunum 2007 til 2009 á Akureyri, í Grímsey og á Þórshöfn. Ennfremur verða til sýnis bækur og kvikmyndir, sem koma inn á svefn og drauma barna. Dr. Björg Bjarnadóttir opnar sýninguna og kynnir nánar verkefnið. Börn eru sérstaklega boðin velkomin til þess að teikna drauma sína.

15. febrúar, mánudagur
Bolludagur á Kaffihúsinu
Bollukaffi frá kl. 14:00-18:00

17. febrúar, miðvikdagur
Tónleikar kl. 20:30
Karlakór Dalvíkur og Matti Matt halda rokktónleika með lögum Queen og Bítlana. Forsala miða í Húsasmiðjunni.

26. febrúar, föstudagur
Tónleikar kl. 16:30
Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar og Tónlistarskóli Eyjafjarðarsveitar halda sameiginlega tónleika. Þar koma fram nemendur úr báðum tónlistarskólunum.

Athugasemdir