Dagskrá maímánaðar í Bergi verður borin í hús strax eftir helgi. Íbúar og aðrir eru hvattir til þess að fylgjast vel með fjölbreyttri dagskrá framundan.
1. maí, laugardagur
Tónleikar kl. 16:00, Léttsveit Reykjavíkur
Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur syngur baráttu og bjartsýnisljóð. Píanóleikari: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Bassaleikari : Tómas R. Einarsson Stjórnandi: Jóhanna V. Þórhallsdóttir.
Aðgangseyrir: kr. 2.000
6. maí, fimmtudagur
Vortónleikar Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl. 16:00 og 17:30
8. maí, laugardagur
Handverksmarkaður í anddyri Bergs kl. 15:00 - 21:00
9. maí—2. júlí
Ljósmyndasýning - Frá öðru sjónarhorni
Claus Sterneck og Tina Bauer sýna Íslandsmyndir.
Sýningin opnar sunnudaginn 9. maí kl. 16:00
10. maí, mánudagur
Píanótónleikar Jóns Sigurðssonar kl. 20:00
Á efnisskrá eru verk eftir J.S. Bach, W.A. Mozart, A. Scriabin, J. Leifs og R. Strauss.
Aðgangseyrir: kr. 1.500
12. maí, miðvikudagur
Íbúafundur - Kynning kl. 16:00
Kynning á söfnun lífræns úrgangs í Dalvíkurbyggð
13. maí, Uppstigningardagur
Dansfélagið Vefarinn kl. 17:00
Vefarinn kynnir og sýnir þjóðdansa. Einnig verður einsöngur og fleira til skemmtunar.
Aðgangseyrir kr. 1.500, eldri borgarar kr. 1.000
14. maí, föstudagur
Vortónleikar kl. 20:30, Karlakór Akureyrar-Geysir
Flutt verður blanda af nýju og gömlu efni, veraldleg lög og kirkjuleg, negrasálmar og dægurlög. Elsta lagið er frá miðri 16. öld eftir Palestrina og það nýjasta eftir Gunnar Halldórsson félaga í KAG. Einsöngvarar: Erlingur Arason, Heimir Ingimarsson og Jónas Jónasson. Stjórnandi er Valmar Väljaots og píanisti Jaan Alavere. Aðgangseyrir: kr. 2.000
15. maí, laugardagur
Handverksmarkaður í anddyri Bergs kl. 15:00 - 20:00
23. maí, sunnudagur, Hvítasunna
Tónleikar kl. 20:00, Kammerkórinn Hljómeyki
Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar flytur Náttsöngva op. 37 eftir Sergej Rakhmanínov í menningarhúsinu Bergi á Dalvík að kvöldi Hvítasunnudags, 23. maí.
Náttsöngvarnir, sem stundum eru kallaðir Vespers, þykja vera einn af hápunktum rússneskrar kirkjutónlistar. Verkið er kórverk án undirleiks og byggir það að stórum hluta á sálmalögum og kirkjutóni rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar auk stefja Rakhmanínovs sjálfs sem eru undir sterkum áhrifum kirkjutónsins.
Verkið er skrifað fyrir hefðbundinn rússneskan kór með fjórum röddum (sem þó eru oft tví- eða þrískiptar) og basso profondo, þ.e. sérlega djúpum bassaröddum í viðbót við venjulega kórbassann og gegnir hann verulegu hlutverki í hljómheimi verksins.
Þekktasti hluti verksins er sjötti kafli þess, Bogorodítse Devo, sem margir kórar hafa sungið og þykir undurfallegur. Rakhmanínov sjálfur var svo ánægður með fimmta kafla verksins, sem er söngur Simeons, að hann bað um að hann yrði fluttur við útför sína, og var það gert. Sá kafli er frægur fyrir niðurlag sitt þar sem bassinn syngur b-moll skala niður á kontra B.
Einsöngvarar eru Lilja Dögg Gunnarsdóttir, mezzósópran, Pétur Húni Björnsson, tenór, og Hjálmar P. Pétursson, bassi.
22.– 24. maí, Hvítasunnuhelgi
Vorkoma Lionsklúbbs Dalvíkur, sýning
Málverk, handverk og saga skíðaíþróttar á Dalvík. Sýningin opnar laugardaginn 22. maí kl. 13:30.
Dóttir Skraddarans, Gallerí Máni og Félag eldri borgara sýna handverk. Sýning verður opin alla Hvítasunnuhelgina.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir