Dagskrá janúarmánaðar í Bergi menningarhúsi

Ágætu íbúar. Gleðilegt nýtt ár og bestu þakkir fyrir samskiptin á árinu 2009. Það er óhætt að segja að allt frá opnun hússins hafi viðtökur ykkur verið frábærar og fáið þið sérstakar þakkir fyrir það. Framundan er nýtt og spennandi ár í Bergi menningarhúsi og þegar ljóst að margt skemmtilegt verður í boði árið 2010.

Eftir miklar annir frá opnun hússins sjáum við fram á rólegan janúarmánuð sem verður vel nýttur til frekara skipulags á starfsemi og dagskrá hússins. Þeir sem hafa hugmyndir/uppástungur að viðburðum í Bergi menningarhúsi eru hvattir til að hafa samband á margretv@dalvik.is eða í síma 460 4908/ 861

Kaffihúsið opnar 9. janúar. Opnunartíminn verður hefðbundinn eða frá 12:00-18:00 virka daga og frá kl. 11:00-16:00 á laugardögum.

Bókasafnið verður að sjálfsöguð einnig opið eins og venja er en opnunartími þess er mánudaga—fimmtudaga frá kl. 12:00-18:00 og föstudaga frá kl. 12:00-17:00. Sjá nánar um bókasafnið á www.dalvik.is/bokasafn

Allar nánari upplýsingar á www.dalvik.is/menningarhus

Hér fyrir neðan gefur að líta dagskrá hússins í janúarmánuði.

6. janúar
Ljósmyndasýning
6. janúar kl. 16:30 opnar í Bergi menningarhúsi ljósmyndasýning sem ber nafnið ,, Dalvíkurbyggð með augum nýbúa”. Á þessari sýningu má sjá afrakstur ljósmyndasamkeppni undir samnefndri yfirskrift. Þar tóku íbúar sveitarfélagsins með erlendan uppruna þátt og tóku myndir af því sem þeim finnst vera einkennandi fyrir okkar samfélag. Fjöldi ljósmynda barst og má á sýningunni sjá 15 bestu ljósmyndirnar að mati dómnefndar. Það er mjög áhugavert að sjá sitt eigið samfélag í gegnum augu þeirra sem ekki eru upprunnir hér á landi og margar glæsilegar ljósmyndir hér á ferðinni. Sýningin er opin á hefðbundum opnunartíma hússins. 

7. janúar
Sögustund á bókasafninu kl. 17:00.
Lesið verður úr bókum fyrir börn á öllum aldri.

13. janúar
Tónleikar kl. 20:30

Karlakór Dalvíkur og Matti Matt halda rokktónleika með lögum Queen og Bítlana. Forsala miða í Húsasmiðjunni. Miðasala við inngang fyrir tónleika—ekki er tekið við greiðslukortum.

14. janúar
Nágrannavarsla kl. 16:30

Kynningarfundur um nágrannavörslu. Fulltrúi frá Sjóvá og lögreglunni fara yfir verkefnið og við förum yfir og ræðum hvort nágrannavarlsa henti sem öryggisaðgerð í Dalvíkurbyggð

28. janúar
Minningar úr Dalvíkurskóla kl. 17:00

Sýningin ,,Minningar úr Dalvíkurskóla” hefur að geyma myndir í eigu Ólafs B. Thoroddsen fyrrum kennara við skólann en hann tók mikið af myndum úr skólalífinu og er meginuppistaða myndanna er frá árunum 1980-1984. Sýningin verður í skjávarpa og mun Ólafur kynna þær eftir því sem þörf krefur. Sérstaklega áhugavert fyrir gamla nemendur skólans, kennara og annað starfsfólk, sem og íbúa alla að koma og rifja upp gamlar skólaminningar með Óla Thor.

Athugasemdir