Dagskrá í Bergi í októbermánuði

30. september - 6. október
Heimabyggðin—Sýning grunnskólanema
Vetrarstarfið í Grunnskóla Dalvíkurbyggðar hófst með spennandi þemaverkefni um heimabyggðina. Sýning með sýnishornum af vinnu barnanna stendur í Bergi til 6. okt.


2. október, laugardagur
Í tilefni af vígslu nýrrar Íþróttamiðstöðvar á Dalvík og opnun Héðinsfjarðarganga verður Kaffihúsið í Bergi opið frá kl. 12-17. Hægt verður að fá sér hádegisverð og kaffiveitingar.


7. október, fimmtudagur
Íbúafundur Fiskidagsins mikla kl. 17:00

Fiskidagurinn mikli efnir til íbúafundar. Málefni og framtíð Fiskidagsins mikla verða rædd og brot úr efni sem var tekið upp á síðastliðnum Fiskidegi sýnt. Á fundinum verða fulltrúar Dalvíkurbyggðar og viðbragðsaðila.


7. október, fimmtudagur
Sögustund á bókasafninu kl. 17:00
Lesið verður úr bókum fyrir börn á öllum aldri.


9. október, laugardagur
Kósýkvöld við kertaljós á Kaffihúsinu kl. 20:30

Trúbadorinn Stjáni og söngkonan Didda, flytja okkur ástar, gleði , harm og drykkjusöngva á þessum fallegu haustdögum.


13. október, miðvikudagur
Úthlutun úr Menningarsjóði kl. 17:00

Styrkjum úr Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar verður úthlutað við hátíðlega athöfn. Tónlistaratriði og e.t.v. fleira. Allir íbúar eru velkomnir.

15. október, föstudagur
Ljóðalestur í hádeginu kl. 12:00

Hjörleifur Hjartarson les uppáhalds ljóðin sín fyrir gesti og gangandi í anddyri Bergs/Kaffihúsi.


23. október, laugardagur
Kaffihúsið í Bergi heldur eins árs afmæli sitt hátíðlegt. Uppákomur og opið hús fram eftir kvöldi á Kaffihúsinu.


27. október, miðvikudagur
Sögusetur Bakkabræðra - Kynning kl. 20:30
Kristín Aðalheiður Símonardóttir kynnir verkefnið, sem hún hefur unnið að undanfarið.


30. október, laugardagur
Tónleikar Þórarins Stefánssonar píanóleikara kl. 15:00

Öll verkin á efnisskrá eru eftir íslensk tónskáld, unnin út frá íslenskum þjóðlögum. Efnisskráin gefur sögulegt yfirlit yfir íslenska tónlistarsögu, elstu verkin eru eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson og þau yngstu samin árið 2009. Fjallað verður lítillega um verkin og sögulegt samhengi útskýrt.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Frón tónlistarfélag.

Athugasemdir