Dagskrá í Bergi í nóvember

Menningarhúsið Berg
Dagskrá í nóvember

Fræðsluþing um forna garða, textílsýning og bókmenntir verða meðal dagskrárliða í Bergi í nóvembermánuði. Kórar verða á ferð og lögin hans Jóa Dan verða sungin í tilefni af útgáfu safndisks með söng hans. Kaffihúsið stendur fyrir konukvöldi og kynningu og í lok nóvember verður menningarhúsið Berg fært í jólabúning í upphafi aðventudagskrár hússins, sem hefst fyrsta sunnudag í aðventu.

4. nóvember, fimmtudagur
Sögustund á bókasafninu kl. 17:00
Lesið verður úr bókum fyrir börn á öllum aldri.


6. nóvember, laugardagur
„Fyrir ofan garð og neðan“ - Fræðsluþing kl. 13:00
Náttúrusetrið á Húsabakka heldur fræðsluþing um forna garða í Svarfaðardal og Árskógsströnd. Garðar þessir eru án efa elstu mannvirki sem enn eru sýnileg á þessu svæði og segja mikla sögu um búskaparhætti frumbyggja héraðsins. Flutt verða þrjú framsöguerindi.


8. nóvember, mánudagur
Sýningaropnun Írisar Ó. Sigurjónsdóttur kl. 16:00
Yfirlitssýning á verkum Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur textílhönnuðar og textílforvarðar stendur í anddyrinu í Bergi  8. – 26. nóvember.

12. nóvember, föstudagur
Konukvöld með glæsibrag á Kaffihúsinu kl. 20.30
Gleymmérei systur frá Seyðisfirði sýna glæsilega kjóla.

13. nóvember, laugardagur
Tónleikar - Karlakórinn Hreimur kl. 15:00
Karlakórinn Hreimur er 35 ára um þessar mundir.
Kórfélagar koma af svæðinu frá Kelduhverfi vestur að Ljósavatnsskarði. Stjórnandi og undirleikari kórsins er Aladar Racz, auk hans skipa hljómsveit kórsins þeir Þórarinn Illugason á bassa, Erlingur Bergvinsson á gítar og Sigurður Friðriksson á harmonikku.


18. nóvember, fimmtudagur
Kynning á Kaffihúsinu kl. 20.30
Verslunin hjá Beggu á Glerártorgi kynnir það heitasta í flottum efnum og lopa á kaffihúsinu.


20. nóvember, laugardagur
Tónleikar - Lögin hans Jóa Dan kl. 16:00
Tónleikarnir eru haldnir í tilefni af útgáfu safndisks með upptökum sem til eru með söng Jóhanns Daníelssonar. Flutt verða flest af þekktustu lögunum sem Jóhann flutti og eru á disknum. Flytjendur eru Pétur Björnsson tenór, Jón Svavar Jósepsson bariton ásamt Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Undirleikari verður Daníel Þorsteinsson.

28. nóvember, fyrsti sunnudagur í aðventu
Berg opnar í jólabúningi með aðventustemmningu kl. 14.30
Tónleikar - Mímiskórinn, kór aldraðra kl. 15:00
Mímiskórinn - kór aldraðra á Dalvík, undir stjórn Magnúsar G. Gunnarssonar, syngur jólalög.


30. nóvemberber, þriðjudagur
Bókmenntakvöld í anddyri Bergs kl. 20:30
Hið árlega bókamenntakvöld á vegum Bókasafns Dalvíkurbyggðar. Heimamenn lesa upp úr nýjum bókum og höfundur kemur og les úr bók sinni.

Athugasemdir