Dagskrá febrúarmánaðar í Bergi

Nú er búið að dreifa í hús í Dalvíkurbyggð dagskrá febrúarmánaðar og hérna er hægt að sjá hana í heild sinni.

4. febrúar, föstudagur
Dagur leikskólans kl. 10:00
Í tilefni af Degi leikskólans, sem er 6. febrúar árlega, verður boðað til samsöngs allra leikskólanna í Dalvíkurbyggð í Bergi kl. 10:00. Foreldrar og aðrir áhugasamir eru boðnir velkomnir. 

4. febrúar, föstudagur
Sögustund á bókasafninu kl. 16:00.

Nú verður sú breyting á mánaðarlegum sögustundum á bókasafninu að þær flytjast yfir á föstudaga kl. 16:00. Að þessu sinni er sögustundin hugsuð fyrir áhugasöm börn úr 1. og 2. bekk grunnskólans, en að sjálfsögðu eru börn á öllum aldri velkomin. Sögustundin í mars verður helguð 4 og 5 ára börnum frá Kátakoti og Leikbæ.

Til stendur að búa til bókaorm sem hlykkjar sig um bókasafnið og verður vonandi orðin ógnarlangur í vor. Eftir því sem fleiri koma því lengri verður ormurinn.

4. febrúar, föstudagur
Dömukvöld á Kaffihúsinu kl. 20:30
Þema kvöldsins er andleg og líkamleg vellíðan með óvæntum uppákomum. Frír fordrykkur og frítt inn. Allar konur á öllum aldri velkomnar.

5. febrúar, laugardagar
Ljósmyndasýningin Eyfirskir fossar
Síðasti sýningardagurinn og því um að gera fyrir áhugasama að koma við og skoða þessa skemmtilegu sýningu.

10. febrúar, fimmtudagur
Fyrirtækjaþing kl. 16:15
Atvinnumálanefnd Dalvíkurbyggðar gengst fyrir fyrirtækjaþingi. Þema fundarins er umsókn Íslands um aðild að ESB. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands skýrir ferlið og svarar fyrirspurnum.

11. febrúar, föstudagur
112 dagurinn kl. 16:00-18:00
Þennan dag verður sameiginleg kynning þeirra sem sinna hjálparstörfum hér í sveitarfélaginu. Þeir sem að deginum koma eru lögreglan, heilsugæslan, slökkviliðið, Rauði krossinn, Björgunarsveitin og Slysavarnardeild kvenna.

17. febrúar, fimmtudagur
Tónleikar kl. 21:00—Hvanndalsbræður
Stórtónleikar Hvanndalsbræðra í Bergi, fimmtudaginn 17. febrúar kl. 21:00. Miðaverð á tónleikana er 2.000.– Forsala miða verður á Kaffihúsinu.


Athugasemdir