Dagskrá Bergs í október

30.september, föstudagur
Tónleikar með Bubba Morthens kl. 20:30
Líkt og mörg undanfarin haust heldur Bubbi af stað með kassagítarinn og eru viðkomustaðirnir að þessu sinni 10 talsins. Mun hann sem fyrr leika bæði gamalt efni og nýtt auk þess að ræða við áhorfendur um málefni líðandi stundar. Bubbi gaf út geislaplötu fyrr í sumar sem hefur fengið frábæra dóma og selst gríðarlega vel. Tónleikaferðin dregur nafn sitt af titli plötunnar "Ég trúi á þig" Miðasala er við innganginn fyrir tónleika. 

Kaffihúsið verður með grænmetis- og kjúklinga crepes frá kl. 19:00-20:30. Tilvalið að mæta snemma, fá sér léttan kvöldverð og fara á skemmtilega tónleika.

1. október, laugardagur
Þjóðhættir og fólk að störfum - Brimar
Þriðja og síðasta sýningin  á verkum Brimars Sigurjónssonar – Þjóðhættir og fólk að störfum verður opnuð laugardaginn 1. okt. kl. 14.00 og mun Sigríður Gunnarsdóttir listfræðingur verða með leiðsögn um sýninguna.

7. október, föstudagur
Sögustund á bókasafninu kl. 16:00.
Sögustund fyrir börn á öllum aldri.


10. október, mánudagur
Heimasíða og eineltisáætlun kl. 16:30
Sem hluti af lýðræðisviku sveitarfélaga sem haldin er
10.-16. október verður Dalvíkurbyggð með tvær kynningar í Berg 10. október kl. 16:30. Annars vegar verður heimasíða
Dalvíkurbyggðar kynnt fyrir íbúum en undanfarið hafa verið gerðar ýmsar breytingar á síðunni til hagsbóta fyrir íbúa . Síðan verður ný eineltisáætlun sveitarfélagsins kynnt. Þetta er kjörið tækifæri fyrir íbúa að kynna sér heimasíðuna sem og nýja eineltisáætlun. Frítt inn og allir velkomnir.

14. október, föstudagur
Kjólar, klæði og fylgihlutir
Föstudaginn 14 október verður viðburður á Kaffihúsinu sem nefnist –Kjólar,klæði og fylgihlutir. Kjólakistan frá Siglufirði kemur í heimsókn ásamt Soffiu frá undirföt.is.Tilboð á drykkjum þetta kvöld. Frítt inn.

23. október, föstudagur
2ja ára afmæli Kaffihússins

27.október, fimmtudagur
Fyrirtækjaþing
Fyrirtækjaþing undir yfirskriftinni Húsnæðismál í Dalvíkurbyggð. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.

Athugasemdir