Jólatónleikar Brother Grass verða í Bergi laugardaginn 18. desember og hefjast kl. 20:30.
"Á boðstólnum verða vel valin jólalög ásamt nokkrum ljúfum Suðurríkja og bluegrass lögum, fullkomin blanda til að vekja jólaandann og jafnframt losa um jólastressið! Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Menningarfélagið Berg.
Miðaverð er 1000 kr og enginn posi á svæðinu, en hraðbankinn er rétt hjá.
Hljómsveitin var stofnuð vorið 2010 þegar söngkonurnar Hildur Halldórsdóttir, Sandra Dögg Þorsteinsdóttir, Soffía Björg Óðinsdóttir og Ösp Eldjárn Kristjánsdóttir ákváðu að halda saman bluegrass tónleika. Þær fengu til liðs við sig gítarleikarann Örn Eldjárn, bróður Aspar. Hafa þau tínt til ýmis bluegrass og suðurríkjalög og útsett í eigin stíl, þar sem þvottabali, gyðingaharpa og víbraslappi koma meðal annars við sögu."
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir