Um þessar mundir eru 10 ár síðan Menningarhúsið Berg tók til starfa, en vígsluhátíð hússins var 10. ágúst 2009.
Berg er gjöf Sparisjóðs Svarfdæla til íbúa byggðarlagsins. Frá upphafi hefur Bókasafn Dalvíkurbyggðar verið hryggjarstoð í
kjarnastarfsemi hússins, auk kaffihúss sem hefur þróast í vinsælan hádegisveitingastað. Í Bergi hafa verið settar upp ótal sýningar og hefur metnaður stjórnenda einkennst af fjölbreytileika, svo flestir gætu fundiðeitthvað við sitt hæfi. Það sama má segja um alla þá ólíku viðburði, tónleika, fundi og ráðstefnur sem einkennt hafa dagskrá og starfsemi hússins sl. 10 ár.
Það er metnaður stjórnar og framkvæmdastjóra að sem flestir íbúar Dalvíkurbyggðar og aðrir gestir finni þar eitthvað sem vekur áhuga og gleði.
Laugardaginn 31. ágúst kl. 15:00 viljum við bjóða til dagskrár og minnast 10 ára starfsemi hússins. Flutt verða erindi í bland við tónlistaratriði úr heimabyggð og boðið upp á kaffi og alvöru kvennfélagspönnsur.
Við vonumst við til að sjá sem flesta.
Menningarfélgið Berg ses.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir