Barnamenningarhátíð 11.-14. september 2013

Barnamenningarhátíð 11.-14. september 2013


Barnamenningarhátíð verður nú haldin í þriðja sinn í Dalvíkurbyggð dagana 11.-14. september. Eins og fyrri hátíðir byggist hún upp á smiðjum af ýmsum toga en dagskrána má sjá hér fyrir neðan.

Miðvikudagurinn 11. september

17:00  Krakkazumba í Víkurröst með Ingu Möggu. Opnunaratriði barnamenningarhátíðarinnar. Allir velkomnir að taka þátt í gleðinni.

Fimmtudagurinn 12. september

14:00 Tjillað í Tónó með Ármanni, sköpunarsmiðja fyrir 1.-4. bekk. (2 klst)

15:00  Brimbrettasmiðja á sandinum með Óliver, fyrir 7.-10. bekk. Skráning hjá Viktori í síma 844-8639 (1,5 klst). Skráning hefst kl. 15:00, 11. september. Mæting í Vikurröst.

17:00  Björgunarsveitin með skemmtilega kynningu á ungliða-starfinu sínu í björgunarsveitarhúsinu fyrir 1.-10. bekk.

 

Föstudagurinn 13. sept
14:00 Tjillað í Tónó með Ármanni, sköpunarsmiðja fyrir 5. - 7. bekk. (2 klst)

14:00 - 18:00 Listasmiðja í félagsmiðstöðinni, skartgripagerð, myndlist og fl. Allir velkomnir. 

15:00 Klifursmiðja fyrir 1. -.6. bekk í Víkurröst með Óliver. (1 klst). Skráning hjá Viktori í síma 844 8639. 

16:00 Klifursmiðja fyrir 7. - 10. bekk í Víkurröst með Óliver. (1 klst). Skráning hjá Viktori í síma 844 8639.

16:00 Tælensk matargerð með Nim fyrir 1. - 10. bekk. Smiðjan verður í Dalvíkurskóla. (2 klst). Skráning hjá Viktori í síma 844 8639. 

Laugardagurinn 14. sept
10:00 Ljósmyndasmiðja með Sigurgeir í Bergi fyrir 5. - 10. bekk. Allir komi með eigin sjálfvirku myndavélar. (3 klst) 

13:00-16:00 Pólskar og tælenskar barnabækur kynntar á bókasafninu ásamt upplestri. Allir velkomnir.

14:00-16:00 Fjölskylduratleikur í skógreitnum fyrir neðan Brekkusel. Létt og skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna. Allir velkomnir. 

17:00 Stórtónleikar Dr. Gunna og Heiðu í Bergi - fyrir alla fjölskylduna. Flutt verða lög af nýrri barnaplötu Dr. Gunna, til dæmis Glaðasti hundur í heimi. Ekki missa af þessu!!!



Nánari upplýsingar um smiðjur:

Tjillað í Tónó: Skemmtileg sköpunarsmiðja þar sem ýmislegt verður látið flakka. Unnið með hljóðfæri, spuna og ýmislegt fleira. Um að gera að mæta niður í tónlistarskóla og sjá hvað Ármanni dettur í hug að gera :o) 
Umsjónamaður: Ármann 
Staðsetning:
Tónlistarskólinn 
Tímasetning: 12.sept. kl. 14:00 fyrir 1. - 4. bekk og 13. sept. kl. 14:00 fyrir 5. - 7. bekk. 
Engin skráning.

Brimbrettasmiðja: Kennd verða undirstöðuatriði á brimbretti. Þátttakendur fá bretti á staðnum og allan meðfylgjandi búnað. Einstakt tækifæri til að læra af einum færasta brimbrettamanni landsins. 
Umsjónamaður: Óliver 
Staðsetning: Sandurinn - Mæting í Víkurröst
Tímasetning: 12.sept. kl. 15:00 fyrir 7.—10. bekk 
Skráning í síma 844 8639.

Björgunarsveitarkynning: Þessi smiðja verður haldin í Björgunarsveitarhúsinu þar sem Björgunarsveitin mun kynna ungliðastarfið sitt, sýna krökkunum aðstöðuna og gera sitthvað fleira skemmtilegt. Allir eru velkomnir. 
Umsjónarmaður: Friðjón Árni 
Staðsetning: Björgunarsveitarhúsið 
Tímasetning: 12. sept. kl. 17:00 
Engin skráning.

Listasmiðja: Félagsmiðstöðin kynnir nýja Listasmiðju í Víkurröst. Hægt verður að búa til skartgripi, mála og gera fleira skemmtilegt. Allir velkomnir í þessa smiðju. 
Umsjónarmenn: Félagsmiðstöðin 
Staðsetning: Víkurröst 
Tímasetning: 13. sept. kl. 14:00 -18:00 
Engin skráning.

Klifursmiðja: Kennd verða undirstöðuatriði í klifri í litlum hópum. Frábært fyrir þá sem vilja ná betri tökum á þessari skemmtilegu í íþrótt. 
Umsjónarmaður: Óliver 
Staðsetning: Víkurröst 
Tímasetning: 13. sept kl. 15:00 fyrir 1. - 6. bekk og kl. 16:00 fyrir 7. - 10. bekk. 
Skráning í síma 844 8639.

Tælensk matargerð: Áhugaverð smiðja þar sem tælensk matargerð verður í hávegum höfð. Einstak tækifæri til að læra að gera einfalda rétti frá grunni. 
Umsjónarmaður: Nim 
Staðsetning: Dalvíkurskóli 
Tímasetning: 13. sept. kl. 16:00. 
Skráning í síma 844 8639.

Ljósmyndasmiðja: Snillingurinn Sigurgeir ætlar að kenna undirstöðuatriði í ljósmyndun. Farið verður í grunninn, myndir teknar úti og síðan sett upp smá sýning í lokin. Þessi smiðja er miðuð við 5. - 10. bekk. 
Umsjónarmaður: Sigurgeir 
Staðsetning: Berg 
Tímasetning: 14.sept. kl. 10:00. 
Engin skráning.

Athugasemdir