Atvinnumál - Farsæld til framtíðar

Framfarafélag Dalvíkurbyggðar í samstarfi við samtökin Landsbyggðin lifir, stendur fyrir Málþingi um atvinnumál í Dalvíkurbyggð laugardaginn 17. okt í menningarhúsinu Bergi, og hefst þingið kl 13:00.


Framsögumenn:


Magnús Þór Ásgeirsson, framkvæmdastjóri atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
? Staða atvinnulífs í Dalvíkurbyggð.


Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri og formaður atvinnumálanefndar Dalvíkurbyggðar.
? Hver er staðan hjá vinnuveitandanum Dalvíkurbyggð og hvað er sveitarfélagið að gera til að auka og efla atvinnulífið í sveitarfélaginu.


George Hollanders, leikfangasmiður og hönnuður í Eyjafjarðasveit.
? Einirkjar. Hvernig þróast hugmynd til alvöru atvinnugreinar.


Anna Dóra Hermannsdóttir, yogakennari Klængshóli.
? Ferðaþjónusta, nýsköpun og markaðssetning. Jarðferðamennska.


Jón Halldórsson, skíðafrömuður.
? Sjálfsþurftarbúskapur, garðabyggð.

Að loknum framsöguerindum verða pallborðsumræður. Fundar- og pallborðsstjóri verður Rafn Arnbjörnsson. Kaffiveitingar á staðnum og er almenningur hvattur til að mæta og taka þátt í umræðum um brennandi mál.


Undirbúningshópur


Athugasemdir