Aðventu- og jóladagskrá

Aðventu- og jóladagskrá

Í gær, 29. nóvember, fyrsta sunnudag í aðventu, opnaði Berg menningarhús sína aðventu- og jóladagskrá. Svanfríður Jónasdóttir bauð fólk velkomið fyrir hönd stjórnar Menningarfélagsins Bergs og kynnti dagskrána framundan.

Kristjana Arngrímsdóttir söng nokkur jólalög við undirleik Helgu Bryndísar Magnúsdóttur og Vefarinn-danshópur dansaði við ýmis jólalög.

Kaffihúsið var opið og bauð upp á smákökur og fleira skemmtilegt góðgæti fyrir börnin.

Þá opnuðu í húsinu sýningar á jólaskrauti frá gamalli tíð, handgerðum jólakortum, jólaspilum og sérvéttum.

Einnig rúllar á stóru tjaldi í salnum myndasýning en á henni er að finna myndir allt frá 1960 sem sýnir ýmis jólaaugnablik.

Það verður heilmikið um að vera í húsinu á aðventunni en hér er að finna dagskrána í heild sinni. Einnig er hún komin í viðburðadagtalið á síðunni auk þess að birtast í Viðburðadagtali fyrir aðventu og jól sem borið var í öll hús hér í sveitarfélaginu.

Athugasemdir