Aðventa í menningarhúsinu Bergi

Á aðventunni verður margt um að vera í menningarhúsinu Bergi. Menningarhúsið verður fært í jólabúning og dagskráin hefst
fyrsta sunnudag í aðventu 28. nóvember.

Dagskrá:

28. nóvember – fyrsti sunnudagur í aðventu
Húsið opnar í jólabúningi með aðventu- og jólastemningu kl. 14:30.
Jólatónleikar Mímiskórsins - kórs aldraðra kl. 15:00
Kaffihúsið verður alla aðventuna með jólasmákökur, heimagert konfekt, heitt súkkulaði,
kaffidrykki í jólafötunum og auk þess köku hússins á föstudögum.
 
30.nóvember - þriðjudagur
Lesið úr jólabókum kl. 20:30. Bókmenntakvöld á bókasafni með lestri úr jólabókum 
 
2.desember - fimmtudagur
Sögustund á bókasafni kl. 17:00. Lesnar verða jólasögur fyrir börn á öllum aldri.
Jólatónleikar Samkórs Svarfdæla og Kirkjukórs Möðruvallaklaustursprestakalls kl. 20:30 

3. desember, föstudagur
Kaffihúsið verður með hádegissnarl í hádeginu og föstudagsköku hússins.

4. desember, laugardagur
Jólamarkaður kl. 13:00-17:00, handverk og gjafavara eftir heimafólk.
Kór Dalvíkurkirkju kemur við í salnum og tekur nokkur jólalög kl. 15:00

9. desember, fimmtudagur
Kaffihúsið verður opið fram eftir kvöldi á “aðventurölti”. Kræsingar, jólatónlist, jólaljósa- og kertastemning.
Samkór Svarfdæla kemur við í sal og tekur nokkur jólalög undir lok kvöldsins.

10. desember - föstudagur
Jólaskreytingarsamkeppni Dalvíkurbyggðar - verðlaunaafhending kl. 17:00
Aðventu - brunch á Kaffihúsinu
kl. 12:00—13:30, bóka þarf með tveggja daga fyrirvara.
 
11. desember - laugardagur
Jólamarkaður kl. 13:00-17:00, handverk og gjafavara eftir heimafólk.
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00
 
12.desember - sunnudagur
Jólamarkaður kl. 13:00-17:00, handverk og gjafavara eftir heimafólk.
Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Dalvíkurbyggðar kl. 13:00, 14:00, 15:00 og 16:00 
 
17. desember, föstudagur
Kaffihúsið verður með hádegissnarl í hádeginu og föstudagsköku hússins.

18.desember - laugardagur
Jólasveinar koma í heimsókn kl. 14:00 og syngja, spjalla og dansa í kringum jólatré.
Jólatónleikar Brother Grass kl. 20:30

Athugasemdir