Gestum og gangandi gefst færi á því að taka þátt í því að skera út piparkökur, baka þær og skreyta milli 14:30-16:30. Það eina sem þarf að koma með er kökukefli og svo má fólk endilega kippa með sér skemmtilegum piparkökuformum að heiman en einnig verða form á staðnum. Gestir fá að taka þátt í öllu ferlinu og sjá hvernig þær eru bakaðar í ofninum í eldhúsinu og svo má skreyta kökurnar þegar þær hafa aðeins náð að kólna.
Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.
Þennan sama dag verður einnig áhugaverð samkeppni fyrir piparkökuarkítekra Dalvíkurbyggðar. Húsin skulu vera konin í menningarhúsið snemma dags 9. des og vera tekin aftur fyrir lokun fimmtudagsins 12. des:) Gestir og gangandi kjósa með atkvæðum í kjörkassa og sigurvegari tilkynntur föstudaginn 13. des
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is