Á Bókasafni Dalvíkurbyggðar verður að vanda sett upp innpökkunarstöð sem öllum er velkomið til að nýta til að pakka inn gjöfum fyrir jólin. Umhverfisvæna innpökkunarstöðin verður opin fram að jólum og við tökum meira að segja á móti skrauti sem fólk vill koma í hringrásarkerfið.
Við hvetjum ykkur til að huga að umhverfisvænum aðferðum við innpökkunina með því að endurnýta gömul dagblöð, fjölpóst og bækur sem gjafapappír og jólakort og skreyta með borðum, gömlum dúkum eða efni úr náttúrunni. Jafnvel leyfa börnunum að mála á gjafapappír. Hvað með gömlu kortin sem eru enn í hanskahólfinu á bílnum? Það er meira segja hægt að nýta textíl og gamlar tuskur í verkið og gera huggulegt! Hafiði heyrt annað eins!? Hér á bókasafninu eru dagblöð og fallegir borðar sem ykkur er velkomið að nýta. Opið er á bókasafninu alla virka daga frá 11-17 og laugardaga frá 13-16.
Verum frumleg og leyfum hugmyndaaflinu að leika lausum hala! Umhverfisvæn um jólin!
Klukkan 16:30 mun Tónlistaskólinn á Tröllaskaga halda eina af sínum dásamlegu jólatónleikum í Menningarhúsinu Bergi.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is