Miðvikudaginn 18. desember ætlum við að bjóða upp á sögustund í barnahorni bókasafnsins. Lesin verður jólasaga sem hentar fjölbreyttum aldurshópi svo allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Öll börn mega taka með sér bangsa í stundina og þegar sögustundinni er lokið mega þeir bangsar sem vilja fá að gista á bókasafninu yfir nóttina. Börnin geta síðan sótt bangsana sína daginn eftir og fá þá með þeim smá bréf yfir öll þau ævintýri sem bangsinn upplifði í gistipartýinu.
Við mælum með því að bangsar sem eru nauðsynleg kúrudýr barnanna verði ekki fyrir valinu svo ekki þurfi að ræsa út starfsfólk bókasafnsins fyrir nóttina til að sækja mjúkdýrin þegar barnið vill ekki fara að sofa án besta vinarins