Gluggi 1: Jóladagatal safna Dalvíkurbyggðar og Menningarhússins Bergs
01. des kl. 11:00-17:00
Líkt og síðustu ár bjóðum við upp á Jóladagatal safna Dalvíkurbyggðar og Menningarhússins Bergs. Næstu 24 daga munum við stytta biðina með einum eða öðrum menningarlegum hætti. Jóladagatalið er samstarfsverkefni Bókasafns Dalvíkurbyggðar, Héraðsskjalasafns Svarfdæla, Byggðasafnsins Hvols og Menningarhússins Bergs.
Jóladagatalið er að mestu viðburðardagatal, ýmist í persónu eða á netheimum. Allir viðburðir eru auglýstir sérstaklega hér á viðburðardagatali Dalvíkurbyggðar og á facebook síðu
Menningarhússins Bergs.
Við hvetjum ykkur til þess að vera dugleg að fylgjast með, taka þátt og njóta þess að verja tíma hvert með öðru!