Það má með sanni segja að næstu dagar verði viðburðaríkir í Bergi.
Í dag föstudaginn 16. mars verður trúbadorastemmning á Kaffihúsinu þar sem þau hjón Didda og Stjáni koma fram.
Miðaverð 1.500.– kr.
Hugguleg og kósý kvöldstemmning.
Á morgun, laugardaginn 17. mars verða síðustu tónleikarnir í tónleikaröðinni Klassík í Bergi með þeim Gunnari og Jónasi. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00 og miðaverð er 3.500.-
Sunnudaginn 18. mars verður Vinjettuhátið í Bergi frá kl. 15:00-17:00. Þar les höfundurinn Ármann Reynisson ásamt félögum úr Leikfélagi Dalvíkur ásamt því að Tónlistarskóli Dalvíkurbyggðar flytur tónlistaratriði.
Mánudaginn 19. mars verður svo kynningarfundur í Bergi frá kl. 17:00 um deiliskipulag íþróttsvæðis á Dalvík.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir