Föstudaginn 23. september munu KK og Magnús Eiríksson halda tónleika í Bergi menningarhúsi kl. 20:30 en tónleikarnir eru hluti af Tröllaskagatúr þeirra félaga.
Saman hafa þeir gefið út 6 hljómdiska undir nafninu KK & Magnús Eiríksson. Fyrsti diskurinn, "Ómissandi Fólk", kom út 1996,"kóngur 1 Dag" 1999, tónleikadiskurinn "Lifað og Leikið" 2000 og svo komu "22 Ferðalög" 2003, "Fleiri ferðalög" 2005 og loks "Langferðalög" 2007 sem var tekin upp í Shanghai.
Þeir hafa svo verið iðnir í sitt hvoru lagi og gefið fjöldan allan af hljómdiskum. Tónlistin sem þeir spila er alþýðutónlist af ýmsum toga, blús,popp og rokk sem þeir sækja úr eiginn ranni eða hjá kollegum víðs vegar í tíma og rúmi.-
Tónleikarnir hefjast eins og áður sagði kl. 20:30 og eru miðar seldir við innganginn.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir