Tríó Reykjavíkur í Bergi 11. september

Tríó Reykjavíkur í Bergi 11. september


Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í menningarhúsinu Bergi laugardaginn 11. september kl. 15:00.

Tónleikarnir eru haldnir á vegum tónlistarfélagsins Frón í samstarfi við Menningarfélagið Berg.
Aðgangseyrir er kr. 1000, ókeypis fyrir börn yngri en 12 ára.

Efnisskrá:
J. Haydn - Sígaunatríóið
L.van Beethoven - Erkihertogatríóið
Ýmis smærri verk

Styrktaraðilar eru Menningarráð Eyþings og Menntamálaráðuneytið.

Tríó Reykjavíkur var stofnað árið 1988 af Halldóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Árið 1996 tók Peter Máté píanóleikari við af Halldóri.
Á ferli sínum hefur tríóið komið fram á fjölmörgum tónleikum víða um Ísland.
Tríóið hefur farið í tónleikaferðir til Danmerkur og auk þess komið fram í Þýskalandi, Finnlandi, Prag og London og einnig leikið í hinu nýja tónlistarhúsi Grænlendinga. Hljóðritanir með leik tríósins hafa verið leiknar víða í evrópskum útvarpsstöðvum. Geisladiskur kom út árið 2000. Í júní 1999 hlaut Tríó Reykjavíkur viðurkenningu úr minningarsjóði stofnenda Hafnarborgar, Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar, fyrir framlag til lista og menningar í Hafnarfirði. Meðlimir tríósins eru allir kennarar við hina nýstofnuðu tónlistardeild Listaháskóla Íslands og er tríóið nú staðarkammerhópur skólans. Tríóið fór í sína fyrstu tónleikaferð til Bandaríkjanna árið 2003, þar sem það kom m.a. fram í beinni útsendingu á klassísku útvarpsstöðinni í Chicago. Sumarið 2006 fór Tríó Reykjavíkur í tónleikaferð til Suður Frakklands.
Tríó Reykjavíkur hefur verið með árlega tónleikaröð í Hafnarborg, listamiðstöð Hafnarfjarðar, í rúmlega tvo áratugi. Þar hefur tríóð frumflutt fjölda íslenskra verka auk þess að flytja stóran part af píanótríóum klassísku tónbókmentanna ásamt öðrum kammerverkum fyrir strengi og píanó. Sl. 2 ár hefur Tríó Reykjavíkur einnig leikið reglulega á hádegistónleikum á Kjarvalsstöðum og hefur undanfarin þrjú ár notið fjárstuðnings frá Reykjavíkurborg til starfsemi sinnar.

Efnisskrá tónleikanna.

Nánar um tónlistarmennina.

Veggspjald

Athugasemdir