Tónleikar með lögunum hans Jóa Dan verða haldnir í menningarhúsinu Bergi, laugardaginn 20. nóvember kl 16:00
Tónlistafélag Dalvíkur stendur fyrir tónleikum í tilefni af útgáfu safndisks með upptökum sem til eru með söng Jóhanns Daníelssonar. Á tónleikunum verða flutt flest af þekktustu lögunum sem Jóhann flutti og eru á diskinum. Safndiskurinn verður til sölu á kr. 2.500.
Flytjendur eru Pétur Björnsson tenór, Jón Svavar Jósepsson bariton ásamt Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Undirleikari verður Daníel Þorsteinsson.
Tónleikarnir hefjast kl 16:00. Forsala aðgöngumiða verður í Bergi frá þriðjudegi 16. nóv. til og með föstudegi 19. nóv. frá kl. 16-18 alla dagana. Aðgangseyrir: kr. 2.500. Aðeins er hægt að greiða með reiðufé.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir