„Systralag II“ er sýning grafíska hönnuðarins Bergþóru Jónsdóttur og er sjálfstætt framhald sýningarinnar „Systralags“ sem sýnd var í Listasafni Reykjavíkur á Hönnunarmars 2018. Systralag II upphefur konur af ólíkum bakgrunni, baráttu þeirra til jafnréttis og styrkinn sem bindur þær saman. 10 tauverk taka yfir veggi Menningarhússins og vísar hvert og eitt verk í ákveðna baráttukonu eða hóp kvenna og hugsjónir þeirra. Má þar nefna Vigdísi Finnbogadóttur, Malala Yousafzahi, Laverne Cox og Toni Morrison auk annarra. Veggverkin verða til sölu ásamt plakötum með sömu myndum og mun hluti ágóða sölunnar renna til Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Dalvíkurbyggðar.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir