Svarfdælasaga í tali og tónum er einstök dagskrá sem Karlakór Dalvíkur frumflutti á Svarfdælskum marsi í fyrra.
Verkið vakti mikla athygli þá, ekki síst óhefðbundinn slagverksleikur kórsins sem býr lögum Guðmundar Óla við ljóðin úr Svarfdælasögu kraftmikla umgjörð. Söguþráðurinn sem rekinn er bindur verkið saman svo úr verður einstæð klukkutímalöng dagskrá sótt í Svarfdælskan menningarbrunn. Það mun einsdæmi að efni Íslendingasagna sé sett fram með þessum hætti.
Dagskráin hefst kl. 16:30.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir