Páskar í Bergi

Nú hækkar sól og hver dagur verður lengri en sá sem á undan leið. Það er komið vor í hug og hjörtu margra.  Í því tíðarfari sem nú hefur ríkt verða allar hugsanir um árviss ‚‚páskahret‘‘ kæfðar í fjarlægð fortíðar.  Mörgum þykir e.t.v. ekki páskalegt yfir að líta í ljósi tíðarfars en engu að síður er sjálf páskahátíðin að renna í garð...

...Tími sem gjarnan er eyrnamerktur samveru fjölskyldu og vina, tími til að gera sér glaðan dag eða kvöldstund í heimabyggð.

Menningarhúsið Berg mun bjóða upp á fjölbreytta dagskrá yfir páskahátíðina og kaffihúsið verður hlaðið allskyns ‚‚hnallþórum og kruðeríi‘‘.

Athugasemdir