- Alltaf opið fyrir umsóknir -
Menningarfélagið Berg auglýsir eftir umsóknum um fjölbreytta viðburði í Bergi. Opið verður fyrir hvern sem er að sækja um að vera með t.d. hádegismat, kaffihús, tónleika og aðra fjölbreytta viðburði. Hægt er að sækja um einn dag, helgi, viku, mánuð eða mánuði -allt er til umræðu. Einstaklingar sem sækja um aðstöðuna með það að leiðarljósi að selja þjónustu borga ekki leigu í Menningarhúsinu Bergi en greiða hins vegar 15% af veltu til Menningarfélagsins Bergs ses.
Hugmyndin er að allir hafi jafna möguleika á að láta ljós sitt skína í Menningarhúsinu okkar. Starfandi veitingaaðilar í Dalvíkurbyggð geta einnig tekið að sér aðstöðuna og haldið stærri viðburði. Aðstaðan í Bergi er mjög góð fyrir hvers konar viðburði: fullbúið atvinnueldhús og fallegur borðbúnaður, fullkomið hljóðkerfi og skjávarpi. Hægt er að bóka einstaka daga og lengri tímabil. Við hvetjum áhugasama að sækja um og nýta þetta einstaka tækifæri.
Viðburðir taka að sjálfsögðu mið af gildandi takmörkunum í þjóðfélaginu hverju sinni en möguleikarnir eru til staðar fyrir allskonar útfærslur og tilefni.
Fyrir nánari upplýsingar, spurningar og spjall er best hafa samband við Björk Hólm framkvæmdastjóra á netfangið bjork@dalvikurbyggd.is eða í síma 8483248
Athugasemdir