Nýir umsjónaraðilar í Menningarhúsinu Bergi

Nýir umsjónaraðilar í Menningarhúsinu Bergi

Kaffi Berg opnaði sunnudaginn 19. september sl. með pompi og prakt í Menningarhúsinu Bergi.

Umsjónarmenn kaffihússins er ábúendur að Syðra Holti í Svarfaðardal þar sem rík áhersla er lögð á lífræna ræktun og sem besta nýtingu hráefnisins.

Matseðillinn er einfaldur og staðgóður, á mánudögum og miðvikudögum er boðið upp á súpu en á þriðjudögum og fimmtudögum er boðið upp á rétt dagsins. Ekki skemmir að hægt er að velja um dýrindis eftirrétti og rjúkandi ljúfan kaffibolla eftir hádegisverðinn, nú eða bara milli mála þegar hungrið lætur á sér kræla.

Hægt er að fylgja þeim sérstaklega á facebook í gegnum síðuna: Kaffi Berg (SJÁ HÉR) eða á Instagram undir sama nafni (SJÁ HÉR)

 

Það er upplagt að skipuleggja hádegið með vinum eða samstarfsfélögum og tilvalið að undirbúa fundi í kringum starfsemi hússins og brjóta upp vinnudaginn í samstarfi við okkur og Kaffi Berg.

Við bjóðum upp á fundaraðstöðu fyrir hópa af öllum stærðum og gerðum.

 

Fyrir frekari upplýsingar um aðstöðuna má senda okkur póst á berg@dalvikurbyggd.is.

 

Verið velkominn til okkar.

 

 

 

Athugasemdir