Menningarfélagið Berg auglýsir eftir umsjónaraðila kaffihúss

Menningarfélagið Berg auglýsir eftir umsjónaraðila kaffihúss

Menningarfélagið Berg auglýsir eftir umsjónaraðila á kaffihús Bergs. Leitað er að umsjónaraðila til lengri eða skemmri tíma.

Á sumrin er Menningarhúsið vel sótt af heimamönnum jafnt sem ferðfólki og mikil eftirspurn hefur verið eftir bakkelsi, mat og drykkjum síðan Syðra-Holt hætti í húsinu í lok árs 2021 eftir góðan tíma. Þetta er því tilvalið tækifæri fyrir þá sem áhuga hafa til að láta ljós sitt skína.

Í júlí 2020 ákvað stjórn Menningarfélagsins Bergs að breyta fyrirkomulaginu á rekstri kaffihússins. Ákveðið var að ganga ekki til samninga við einn aðila til lengri tíma heldur hafa reksturinn opnari og gefa þannig fleirum möguleika.

Hugmyndin af starfsemi kaffihússins er því líkari fyrirkomulaginu að listasalnum þar sem reglulega er breytt um listasýningar og fjölbreyttir straumar og stefnur fá að njóta sín.

Öll sala í húsinu fer í gegnum kassakerfi Menningarfélagsins og starfa umsjónaraðilar alltaf í umboði félagsins. Menningarfélagið tekur síðan 15% þóknun af seldum vörum/þjónustu og á þetta við um alla starfsemi í húsinu sem rekin er í gróðaskyni, s.s. sala á kaffihúsi/bar, tónleikar, listviðuburðir, listasýningar og annað þar sem seldur er aðgangseyrir.

Hægt er að leigja salinn eða aðstöðu til veisluhalda og gildir þá önnur gjaldskrá. Sjá nánar HÉR.

Hægt er að sækja um einn dag, helgi, viku eða lengri tíma sé þess óskað. Hugmyndin er að allir hafi jafna möguleika á að láta ljós sitt skína í Menningarhúsinu okkar. Starfandi veitingaaðilar í Dalvíkurbyggð geta einnig tekið að sér aðstöðuna og haldið stærri viðburði.

Umsóknir má senda á berg@dalvikurbyggd.is en einnig má hringja í síma 867-0939 fyrir frekari spurningar.

Athugasemdir