Margrét J. Steingrímsdóttir er handverkskona sem hefur unnið sem leiðbeinandi í hand og myndmennt í grunnskólum í tæp 30 ár.
Hún kynntist fyrst ullarþæfingu 1989 efn fór ekki að vinna markvisst með hana fyrr en 1999 en þá sótti hún námskeið á Punktinum á Akureyri.
Árin 2006 og 2008 sótti Margrét námskeið hjá dönskum ullarþæfingarsnillingi Inge Marie Regnar og kolféll þá fyrir þæfingunni. Þar lærði hún mismunandi tækni sem hún útfærir svo í myndverkin sín.
Í myndirnar notar hún ýmis efni með ullinni s.s. glerperlur, steina, silki, prjónaefni, grisjur og fl.
Margrét hefur líka verið að þæfa fatnað og fylgihluti.
Þessi sýning er af verkum sem Margrét hefur verið að vinna undanfarnar vikur þar sem hún notar blandaða tækni og mismunandi efni með ullinni. Einnig eru nokkrar eldri myndir sem fengu að fljóta með.
Goðabraut | 620 Dalvík | Sími: 460-4930 | netfang: berg@dalvikurbyggd.is
Athugasemdir